Von á ítölskum þotum til æfinga
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. maí 2022 10:31 • Uppfært 03. maí 2022 10:32
Von er á ítölskum herþotum til æfinga á Egilsstaðaflugvelli á næstu dögum.
Ítölsk flugveit kom til landsins í byrjun síðustu viku með fjórar F-35 orrustuþotum og 135 liðsmenn sem verða hér við loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins til föstudags.
Á þessum tíma er gert ráð fyrir aðflugsæfingum við bæði flugvellina á Akureyri og Egilsstaði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Þetta er í sjötta sinn sem Ítalír leggja bandalaginu til flugsveit en þeir gerðu það síðast árið 2020.
Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en þar dvelja einnig flugsveitir bandaríska sjóhersins við kafbátaeftirlit. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í umboði utanríkisráðuneytisins og í samvinnu við Isavia. Loftrýmisgæslunni lýkur í lok júní.
Mynd: Landhelgisgæslan