Vopnafjarðarkirkja fær góða gjöf frá hreppnum
Samþykkt hefur verið af hálfu sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps tillögu Vopnafjarðarlistans þess efnis að færa Vopnafjarðarkirkju eina milljón króna að gjöf sökum 120 ára afmælis kirkjunnar í síðasta mánuði.
Bókun þessa efnis var samþykkt fyrir skömmu en fjárhæðina skal nýta til viðhalds kirkjunnar. Ýmislegt þar þarfnast viðhalds og endurbóta að sögn Þuríðar Bjargar Wiium Árnadóttur, sóknarprests á staðnum, og kostnaður við slíkt er meiri en ella sökum þess að kirkjuhúsið er friðað og hefur verið það frá árinu 1990.
„Þetta var mjög óvænt ánægja að reka augun í þessa bókun og þessir fjármunir nýtast sannarlega vel. Það orðið til dæmis nokkuð brýnt að skipta um alla glugga í kirkjunni auk þess eitt og annað þess utan þarfnast lagfæringa eins og gengur. Allt kostar þetta sitt. Annars nýtur kirkjan góðs stuðnings í bæjarfélaginu og margir einstaklingar og fyrirtæki hér sem veita okkur aðstoð og liðsstyrk þegar á þarf að halda. Brim gaf okkur til dæmis nýverið nýja varmadælu í kirkjuna sem sannarlega kom sér vel enda.“
Kvenfélagið á staðnum stóð fyrir sérstaklega veglegu messukaffi þegar haldið var upp á afmælið í síðasta mánuði með hátíðarmessu sem var fjölsótt og góður rómur gerður að.
Skipta þarf um alla glugga í Vopnafjarðarkirkju innan tíðar og gjöf hreppsins nýtist vel í það verkefni að sögn sóknarprestsins á staðnum. Mynd Visit Austurland