Vopnafjörður, Bakkafjörður og Langanesbyggð vinni saman að bolfiskvinnslu

vopnafjordur.jpgHugmyndir eru uppi um að Vopnafjöður, Bakkafjörður og Langanesbyggð verði að einu atvinnusvæði. Slíkt styrki meðal annars nýtingu byggðakvóta.

 

 

Finnbogi Vikar lagði þessar hugmyndir fram á seinasta fundi hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps. Hann hvatti til nánari samvinnu á svæðinu á milli útgerða, bolfiskvinnslu og sveitarstjórnar. Unnið verði að því að bjarga þeim verðmætum sem felast í byggðakvóta.

„Samvinnan yrði fólgin í því að útgerðir lönduðu aflanum sínum til vinnslu á Bakkafirði, hvort sem landað yrði Vopnafirði eða Bakkafirði. Þessi samvinna myndi þýða auknar tekjur fyrir Vopnafjörð og renna styrkari stoðum undir atvinnusvæðið í heild sinn."

Á fundinum var oddvita og sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps falið að vinna áfram að málinu með Finnboga Vikar.

(Uppfært 29. janúar 2011 í samræmi við breytta fundargerð)

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.