Skip to main content

Vopnfirðingar vilja taka Sundabúð að sér

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. des 2010 16:03Uppfært 08. jan 2016 19:22

vopnafjordur.jpgRekstur hjúkrunarheimilisins Sundabúðar á Vopnafirði hefur verið tryggður að minnstakosti eitt ár í viðbót. Þann tíma á meðal annars að nýta í að kanna möguleika á yfirtöku sveitarfélagsins á rekstrinum.

 

Þetta er niðurstaðan eftir mikil mótmæli og endurskoðun á framlögum ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) sem upphaflega áformaði að loka hjúkrunarheimilinu.

Þótt legudeildin verði ekki að fullu lögð niður hafa verið settar fram kröfur um niðurskurð og óskað eftir því að sveitarfélagið taki að sér reksturinn.

Á seinasta fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps var óskað eftir því að reksturinn yrði óbreyttur fyrst um sinn á meðan leitað yrði leiða til að sveitarfélagið yfirtaki hann. Samþykkt var að skipa sérstakan viðræðuhóp til að ræða við ríkið um yfirtökuna.

Skilyrði fyrir henni er að nægjanlegt fjármagn fylgi með til rekstursins.