Skip to main content

Vorboði Austurlands mættur á svæðið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. apr 2022 09:48Uppfært 12. apr 2022 09:48

Margir telja lundann vorboða Austurlands og fyrstu hópar þeirra eru lentir á Borgarfirði eystra og leita sér nú samastaðar fyrir sumarið.

Frá þessu er greint á vef Múlaþings en fáir staðir trekkja lundann meira en Borgarfjörður hinn eystri og þeir aftur trekkja árlega töluverðan fjölda ferðafólks sem finnst gaman að fylgjast með þessum fögru fuglum án þess að raska ró þeirra mikið.

Heimamenn í Borgarfirði bjóða svo fuglana velkomna með sínu nefi á Sumardaginn fyrsta þann 21. apríl næstkomandi. Þar er siður að íbúar og gestir hittist við höfnina og skáli í nokkrum viskístaupum.