Værum ekki að leita að gulli nema við hefðum eitthvað fyrir okkur

Tomas Abraham James, forstöðumaður hjá ástralska námafyrirtækinu Platina Resources, er bjartsýnn á að gull finnist í vinnanlegu magni á Austurlandi. Unnið er að fá leyfi hjá landeigendum til rannsókna.

 

gulleitarsvaedi_web.jpgÍ samtali við Pressuna segir James að hann vonist til að leyfi til rannsókna fáist í haust eða snemma á næsta ári. Fyrirtækið væri ekki að leita fyrir sér hér nema hafa sterkan grun um að gull finnist. Talsvert jarðrask fylgir því ef gul finnst.

Samkvæmt heimildum Pressunnar er ekki verið að skoða sérstakar gullæðar heldur sé stefnt að því að vinna gull úr berginu sjálfu. Nægjanlegt magn sé til staðar í austfirsku bergi á ákveðnum stöðum til að vinna gull en ekki sé ljóst hvort svæðið sé nógu stórt til að vinsla borgi sig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.