Barkinn, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum fer fram í Valaskjálf í kvöld. Þetta er nítjánda skipti sem Barkinn er haldin og er söngkeppnin löngu orðin ómissandi viðburður i félagslífi nemenda ME.
Það var fagurt um að lítast á Breiðdalsvík í síðustu viku þegar myndatökumaður Austurfréttar átti þar leið um. Rauð og gul birta lagðist yfir bæinn í ljósaskiptunum og endurkastaðist af hvítri mjöllinni í kyrrðinni.
Guðmundur Ingvi Jóhannsson, fyrrum rafmagnstæknifræðingur á Egilsstöðum, pantaði sér íhluti frá Kína og Sviss í gegnum netið og breytti Toyota Hilux bifreið sinni í rafbíl. Hann segir bílinn skemmtilegri í akstri eftir breytingarnar.
Danski listamaðurinn Cai Ulrich von Platen, gríski listamaðurinn Effrosyni Kontogeorgou og breski rithöfundurinn Helen Jukes eru gestalistamenn Skaftfells í febrúar. Þau kynna verk sín og viðfangsefni fyrir áhugasömum í listamannaspjalli í dag.
Leikfélagið Djúpið sem er nemendaleikfélag Verkmenntaskóla Austurlands frumsýnir í kvöld söngleikinn Hárið í Egilsbúð. Leikfélagið fagnar nú tíunda starfsári sínu er svo um afmælissýningu er að ræða.
Nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar og leikskólanum Lyngholti fengu að skoða búnað viðbragðsaðila á 112 deginum í dag. Mikilvægt er að vita hvert á að hringja þegar eitthvað kemur upp á.
Vetrarhátíð Reykjavíkur er haldin árlega í febrúarmánuði til að auðga menningarlíf höfuðborgarinnar á þorra. Markmið hátíðarinnar er að lýsa upp mesta skammdegið í febrúar með viðburðum og uppákomum af ýmsu tagi, stórum sem smáum.