Tíu ára afmæli Bræðslunnar - Myndir
Tónlistarhátíðin Bræðslan var haldin tíunda árið í röð á Borgarfirði eystra fyrir skemmstu. Áætlað er að um 5700 manns hafi sótt staðinn heim um helgina, nokkru færri en síðustu ár enda veðurspáin heldur verri en áður.Aðaltónleikarnir eru haldnir á laugardagskvöldi en hátíðin teygir sig í raun yfir lengri tíma. Á aðalkvöldinu komu að þessu sinni fram Valdimar, Bubbi, bæði með og án hljómsveitarinnar Dimmu og hún sömuleiðis með og án hans, Lára Rúnars, Ensími og Berufjarðarprinsinn sem kennir sig við Póló.
Austurfrétt leit við og fangaði nokkur augnablik, fyrsta crowd-surfið, slitinn streng, þegar Áskell Heiðar bræðslustjóri spilaði með átrúnaðargoðinu Bubba í Blindskeri og fleira.