Aðeins um leiðarval og glötuð tækifæri Miðflokksins
Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var leiðarval og veglína að Fjarðarheiðargöngum Héraðsmegin eitt af kosningamálunum í Múlaþingi. Að öðrum ólöstuðum gáfu fá framboð þessu máli eins mikinn gaum og Miðflokkurinn sem hafði þetta sem sitt aðalmál en þeirra sjónarmið var að heldur ætti að skoða svonefnda norðurleið en fara að tillögu Vegagerðarinnar um það sem nefnt hefur verið suðurleið. Um er að ræða stóra ákvörðun og ljóst að ekki yrðu allir á eitt sáttir um leiðarvalið. Niðurstaða sveitarstjórnar er sú að fara suðurleið en ég hef áður fjallað um þá ákvörðun, sjá hér.Tvær hliðar á öllum málum
„Stjórnsýslan er óásættanleg.“ Þetta eru orð Jens Garðars Helgasonar í grein í Viðskiptablaðinu 11. ágúst s.l. Þarna deilir hann á fámennar og fjársveltar ríkisstofnanir, sem eiga eftir að vinna og afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Hann segir það geta tekið rúman áratug að fá eitt leyfi.Gjaldeyrisskapandi hagkerfi í Fjarðabyggð en tekjurnar skila sér illa til baka
Ríkisstjórn Íslands kom til Egilsstaða í lok ágúst og átti þar góðan fund með fulltrúum sveitarfélaga á Austurlandi. Þar var farið yfir helstu áherslumál sveitarfélaga og þær aðgerðir sem brýnt er að ráðast í sem fyrst til að samfélögin geti haldið áfram að vaxa og dafna. Þar er Fjarðabyggð ekki undanskilin, síðustu misseri hefur farið fram mikil uppbygging og búum við í ört stækkandi samfélagi.