Sameining

Nú er horft til þess að sameina þau sveitarfélög á Austurlandi sem ekki eru í Fjarðabyggð. Að undanskildum auðvitað Fljótsdalshrepp sem áfram hefur allar tekjur af Kárahnjúkamannvirkjunum. Þá myndast langur kragi um Fjarðarbyggð með miðstöð á Egilsstöðum. Með þessu væri verið að kerfisbinda sundurlyndi í fjórðungnum. Það á sér langa sögu í pólitíkinni en enga stoð í samtvinnuðu samfélagi Austurlands nútímans. Þá verður SSA aðeins vígvöllur tveggja póla.

Lesa meira

Í fyllingu tímans

„Allt hefur sinn tíma“ stendur á góðum stað. Það gildir um lífið allt,- og fátt virðist hafa meira gildi nú um daga en tíminn. En það er svo yndislegt með tímann að stund tekur við af annarri með nýjum tækifærum. Algengt er að reikna tíma sinn á láréttri línu, en ef nær er skoðað þá er lífið á hringrás með öllum sínum endurtekningum. Náttúran getur kennt okkur margt um það, þó nútíminn með kröfum sínum mæri stundarhag. Birtist það skýrast í kapphlaupinu sem hamast við að vara við glötuðum tækifærum og við verðum því að gefa í. Kaupa meira, gera meira, sigra meira.

Lesa meira

Ríkið og nýsköpun á landsbyggðinni

Það var áhugavert að hlusta á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á fundi á Egilsstöðum nýverið þar sem hún hét úttekt á framlögum ríkisins til nýsköpunar- og rannsókna á landsvísu. Þetta voru viðbrögð hennar eftir stutta ferð um Hérað þar sem hún sagði alla sem hún hefði rætt við hafa hafa bent á að takmarkað fé skilaði sér út á land úr ýmsum styrktarsjóðum ríkisins.

Lesa meira

Það eru spennandi tímar framundan

Við hjá Landsneti erum í fjölmörgum spennandi verkefnum um land allt, verkefnum sem öll hafa það að markmiði að auka afhendingaröryggi, gagnsæi, sátt við umhverfi og náttúru, skilvirkni orkuviðskipta og um leið að tryggja okkur öllum leiðina inn í framtíðina sem við höldum að verði rafmagnaðri en áður.

Lesa meira

Saga um Flugfélag

Okkur hjónum var boðið til veislu um næstu helgi og við ákváðum að skella okkur. Við bókuðum flug fyrir hádegi í dag og borguðum 87.900 krónur fyrir flug fyrir okkur bæði frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og aftur til baka. Eftir hádegi fékk ég svo tölvupóst þar sem tilkynnt var að veislunni hefði verið frestað.

Lesa meira

Hið árlega upphlaup kattaeigenda

Nú stendur til á vegum bæjarins föngun og fækkun flækingskatta með tilheyrandi stóryrðum kattareigenda um sveitafélagið og eins um þá menn sem einungis vinna þau störf sem þeim eru falin. Ég mun ekki rekja ósmekklega orðanotkun sem birtist á samfélagsmiðlunum, heldur lýsa viðhorfum mínum, því ég er einn af þeim sem vill vera laus við ágang katta á minni lóð og þann sóðaskap sem því fylgir.

Lesa meira

Golfið er allra meina bót - Lávarðar Golfklúbbs Seyðisfjarðar neita að eldast.

Síminn hringir. Við erum í miðri morgunleikfiminni undir stjórn Halldóru Björns á RÚV. Við erum að æfa kviðvöðvana ,sem hafa slaknað örlítið og hjá sumum myndað pláss fyrir „kviðpoka“ sem ekki er í miklu uppáhaldi . Við fylgjum henni eftir samviskusamir og af bestu getu. Þegar síminn hringir aftur svörum við ekki þar sem nú er æfing til að styrkja sitjandann. Við þurfum og viljum taka þátt í að styrkja hann, svo við förum hvergi.

Lesa meira

Um hvað snýst þessi kjöt umræða?

Ísland hefur mikla sérstöðu, vegna þess að hér á landi er minna um ýmsa sjúkdóma í búfé en annars staðar í heiminum. Matartengdar sýkingar í fólki eru líka hlutfallslega færri og athyglisvert er að minna er um sýklalyfjaónæmar bakteríur í fólki hér á landi en í öðrum heimshlutum.

Lesa meira

Evrópusáttmálarnir

Tilgangur sáttmálans var að „halda Bretum inni, Frökkum niðri og Rússum úti.“ Hér er ekki verið að tala um samninga sem eru forsenda Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag heldur útkomu mikillar ráðstefnu sem haldin var í Vínarborg veturinn 1814-1815.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.