55 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. des 2021 14:30 • Uppfært 14. des 2021 13:53
55 milljónum var í dag úthlutað til 49 verkefna úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Þróun á pasta úr austfirsku korn fær hæsta styrkinn að þessu sinni.
Af styrkupphæðinni fara 28,6 milljónir til 31 menningarverkefnis, 8,9 milljónir í fimm rekstrarstyrki menningarstarfs og loks 18 milljónir í 13 atvinnu og nýsköpunarverkefni. Alls bárust 89 umsóknir upp á 148 milljónir í sjóðinn að þessu sinni.
Í ávarpi sagði Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, formaður úthlutunarnefndar, að færri umsóknir hefðu borist um atvinnuverkefni að þessu sinni en síðustu ár auk þess sem sumar hefðu ekki virst fullunnar. Það væri miður þar sem sjóðurinn væri samkeppnissjóður.
Hæsta styrkinn fékk Fellabakstur til að þróa og framleiða pasta úr lífrænu austfirsku korni. Fyrirtækið áformar að vinna trefjaríkt pasta, annars vegar úr austfirsku byggi, hins vegar austfirsku heilhveiti.
Eftirtalin verkefni fengu styrk að þessu sinni:
Fellabakstur - Pasta úr lífrænu austfirsku korni, 3.000.000
List í ljósi - List í ljósi 2022, 2.800.000
Skaftfell menningarmiðstöð, Sýningardagskrá 2022, 2.800.000
LungA - LungA 2022, 2.800.000
Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði - starfsemi 2022, 2.400.000
Hallormsstaðaskóli - Markaðs- og kynningarstarf Tilraunaeldhúss, 2.000.000
Ferðaþjónustan Mjóeyri - Austurland Freeride Festival 2022, 2.000.000
Orteka - SAMstöðin - Seyðfirskst atvinnu- og menningarhús, 2.000.000
Sköpunarmiðstöðin - Tónleikaröð og Silo sessions, 1.600.000
Hallormsstaðaskól - Frostþurrkunartæki í Tilraunaeldhúsið, 1.500.000
Monika Frycova - Stýrishúsið, 1.500.000
Tækniminjasafn Austurlands - Heildarúttekt, grisjun og skráning safnkosts, 1.500.000
Tækniminjasafn Austurlands - Sýning um ofanflóð á Seyðisfirði, 1.500.000
Torvald Gjerde - Tónlistarstundur 2022, 1.500.000
Ars Longa samtímalistasafn - Rekstrarstyrkur 2022, 1.500.000
Hringleikur sirkuslistafélag - Staðbundin sirkussýning og smiðjur, 1.400.000
Kammerkór Egilsstaðakirkju - Klassískar perlur úr sögu Kammerkórsins, 1.400.000
Sinfóníuhljómsveit Austurlands - Verkefni árið 2022, 1.200.000
Blábjörg - Þróun á áfengu og óáfengu gosi, 1.000.000
Gunnarsstofnun - Ævintýri og matarmenning á Upphéraði, 1.000.000
Kristín Amalía Atladóttir - Svepparækt - leiðsögn í smitun, ræktun og framleiðsluaðferðum, 1.000.000
Bláa kirkjan - Sumartónleikaröð 2022, 1.000.000
Fjarðabyggð - Listasmiðjur og sýningar 2022, 1.000.000
Kammerkór Egilsstaðakirkju - Schubert að vori, 1.000.000
Fljótsdalshérað - Vor/Wiosna 2022, 1.000.000
Tónlistarmiðstöð Austurlands - Upptakturinn 2022, 1.000.000
LungA skólinn - Ný námsbraut, 1.000.000
Sköpunarmiðstöðin - Atomic Analog hljóðbúnaður, 900.000
Óbyggðasetrið - Vöruþróun/markaðssetning á vetrarferðaþjónustu á hálendinu, 800.000
Stefán Eðvald Stefánsson - Kolefnisbinding með skógrækt að Skriðu í Breiðdal, 800.000
Andri Björgvinsson - Sumardagskrá Glettu, 800.000
Hlín Pétursdóttir Behrens - Sönghátíð á föstu, 800.000
Kamilla Gylfadóttir - Heimildamyndadagar á Austurlandi, 800.000
Minjasafn Austurlands - Könnun á varðveislumiðstöð fyrir söfn á Austurlandi, 800.000
Tækniminjasafn Austurlands - Smiðjuhátíð 2022, 800.000
Teresa Maria Rivarola - Misplaced Gaze: Ferðalistsýning og smiðja, 800.000
Ásdís Helga Bjarnadóttir - Þjóðargersemar Austurlands - Hönnunarsmiðja Fljótsdals, 600.000
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi - Bókaútgáfa 2022, 600.000
Katla Rut Pétursdóttir - Hræðileg jól, 600.000
Lefever Sauce Company - Vöruþróun og markaðsherferð á Lefever sósum, 500.000
Gunnarsstofnun - Rithöfundalest 2022, 500.000
Minjasafn Austurlands - Miðlun menningararfs í Kjarvalshvammi, 500.000
Minjasafn Austurlands - Skapandi arfleifð: Safnfræðsluverkefni, 500.000
Fljótsdalshérað- Hnikun - bókverk, 400.000
Aron Daði Þórisson - Myndbandsverk um Tove Kjarval, 300.000
Fljótsdalshérað - Dagdraumar dansverk, 300.000
Heydalakirkja - Skáldasumar á Breiðdalsvík, 250.000
Jóhanna Þóroddsdóttir - Hrynstofan - söngnámskeið fyrir 5-10 ára börn, 250.000
Óbyggðasetur - Snorravaka, 250.000
Vopnafjarðarhreppur - Fjölmenningarhátíð, 250.000