Skip to main content

Aðeins eitt nýtt smit eftir gærdaginn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. des 2021 15:12Uppfært 10. des 2021 15:14

Aðeins eitt nýtt Covid-smit hefur greinst úr 531 sýnum sem tekin voru á Austurlandi í gær. Ekki verður opið fyrir sýnatökur að nýju fyrr en á sunnudag.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi. Enn er verið að ljúka yfirferð á niðurstöðunum en búist er við að þær haldist óbreyttar.

Aðgerðastjórnin þakkar Austfirðingum fyrir góða þátttöku í skimunum í gær og í dag og segir að niðurstöðurnar frá í gær gefi tilefni til bjartsýni. Áfram þurfi að halda vöku fyrir einkennum og mæta í PCR-sýnatöku geri þau vart við sig.

Að óbreyttu verða þeir skólar, sem lokaðir hafa verið, á Eskifirði og Reyðarfirði opnaðir á ný á mánudag. Allir sem eru í sóttkví þurfa að fara í seinni skimun og fá niðurstöðu úr henni áður en þeir mæta til leiks á ný.

Vegna óvissu um flugveður á morgun verður ekki auka sýnataka á morgun. Opið verður í sýnatökur á sunnudaginn, á Reyðarfirði frá 9-10:30 og á Egilsstöðum frá 12-13:30. Hægt er að bóka sýnatöku á heilsuvera.is.