Afkoma SVN batnar um rúman milljarð

Útlit er fyrir að afkoma Síldarvinnslunnar (SVN) batni um rúman milljarð á síðasta ári umfram áætlanir sem gerðar voru á fyrrihluta árins.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar sem birt var í vikunni. Þar segir að Í áætlunum félagsins sem lögð var fram fyrri hluta árs var gert ráð fyrir að brúttóhagnaður (EBITDA) samstæðu félagsins yrði allt að 9,8 milljarðar kr. Samkvæmt drögum að uppgjöri félagsins fyrir fjórða ársfjórðung sem nú liggja fyrir er útlit fyrir að hagnaður á árinu verði allt að 11 milljarðar.

„Á síðustu mánuðum hafa komið inn óvæntir jákvæðir þættir í reksturinn sem skýra betri afkomu,“ segir í tilkynningunni.
„Kvóti í íslensku síldinni var aukinn og var hún unnin að stórum hluta til manneldis. Spár gerðu ekki ráð fyrir svona mikilli manneldisvinnslu á íslensku síldinni þar sem sýking hefur verið að hrjá stofninn undanfarin ár en var lítil í haust.“

Þá segir að auk þess var loðnukvóti gefinn út á haustmánuðum sem ekki var inni áætlunum félagsins og veiddu skip félagsins rúm 19 þúsund tonn í desember og verksmiðjurnar tóku á móti rúmum 21 þúsund tonnum af loðnu.

"Á sama tíma hefur útgerð og vinnsla almennt gengið vel á árinu," segir einnig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.