Skip to main content

Aflaverðmæti LVF jókst um 18% í fyrra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. jan 2022 11:07Uppfært 20. jan 2022 11:10

Aflaverðmæti skipa Loðnuvinnslunnar (LVF) jókst um 18% á síðasta ári miðað við árið á undan.


Á Facebook síðu LVF er farið yfir árið í fyrra hvað afla og verðmæti hans varðar. Þar kemur fram að heildarafli skipa LVF nam 50 þúsund tonnum í fyrra miðað við 39.000 tonn árið á undan.

Hvað aflaverðmætið varðar jókst það úr tæpum 3,6 milljörðum kr. árið 2020 og upp í rétt rúma 4,2 milljarða kr. í fyrra sem er aukning um 18%.

„Árið 2021 var fengsælt fyrir skip félagins. Aflaverðmæti Hoffells hækkaði um 47% milli ára, aflaverðmæti Hafrafells hækkaði um 16%, aflaverðmæti Sandfells um 12% en aflaverðmæti Ljósafells var 5% minna en 2020. Ljósafell var frá veiðum vegna slipptöku og framkvæmda við krapavélar í samtals 7 vikur á síðasta ári,“ segir á Facebook.