Aflaverðmæti LVF jókst um 18% í fyrra

Aflaverðmæti skipa Loðnuvinnslunnar (LVF) jókst um 18% á síðasta ári miðað við árið á undan.


Á Facebook síðu LVF er farið yfir árið í fyrra hvað afla og verðmæti hans varðar. Þar kemur fram að heildarafli skipa LVF nam 50 þúsund tonnum í fyrra miðað við 39.000 tonn árið á undan.

Hvað aflaverðmætið varðar jókst það úr tæpum 3,6 milljörðum kr. árið 2020 og upp í rétt rúma 4,2 milljarða kr. í fyrra sem er aukning um 18%.

„Árið 2021 var fengsælt fyrir skip félagins. Aflaverðmæti Hoffells hækkaði um 47% milli ára, aflaverðmæti Hafrafells hækkaði um 16%, aflaverðmæti Sandfells um 12% en aflaverðmæti Ljósafells var 5% minna en 2020. Ljósafell var frá veiðum vegna slipptöku og framkvæmda við krapavélar í samtals 7 vikur á síðasta ári,“ segir á Facebook.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.