Skip to main content

Áfram fækkar í einangrun á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. jan 2022 11:17Uppfært 27. jan 2022 11:17

Einstaklingum sem eru í einangrun á Austurlandi fer áfram fækkandi. Nú eru 65 einstaklingar í einangrun sem er fækkun um 10 frá því í gærdag.

Þetta kemur fram á vefsíðunni covid.is. Þar eru ekki lengur birtar tölur um fjölda einstaklinga í sóttkví eftir að reglum var breytt í vikunni.

Hvað einangrun varðar er Austurland með þriðja lægsta fjöldann á landsvísu. Á Vestfjörðum eru 63 í einangrun og 54 á Norðurlandi vestra. Á öðrum svæðum er fjöldi í einangrun mældur í hundruðum og á höfuðborgarsvæðinu er fjöldinn tæplega 8.400.

Enn eitt smitmetið var sett í gærdag þegar 1.567 COVID smit voru greind innanlands. Hið jákvæða í þessum tölum er að 60% af þessum fjölda voru í sóttkví.