„Afskaplega þung staða hjá okkur“

„Þetta er bara afskaplega þung staða hjá okkur en við höfum þó sem betur fer fengið nokkur viðbrögð við hjálparkallinu,“ segir Emma Tryggvadóttir, hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði.

Staðfest var í gærkvöldi að fimm einstaklingar, bæði íbúar og starfsfólk, hafa smitast af Covid-19 en alls voru tekin sýni af 45 einstaklingum sem tengjast heimilinu með einum eða öðrum hætti.

Emma segir að á þessari stundu sé heilmikið púsl að halda starfseminni gangandi. Meira en helmingur starfsfólks sé nú annaðhvort í sóttkví eða glími við hefðbundin veikindi en í ofanálag við smitin hefur leiðindapest verið að ganga í bænum.

„Það er auðvitað illa hægt að þiggja aðstoð frá hinum og þessum því einhver reynsla úr þessum geira er eiginlega lágmark. Það hvorki mannskapur né tími til að þjálfa einhvern nýjan upp í hvelli. Sem betur fer hafa þrír einstaklingar sem unnið hafa við hjúkrun haft samband og boðið fram aðstoð en hér um að ræða einstaklinga sem ekki hafa starfað við þetta lengi vel. Næsta skref er að funda síðar í dag og reyna að púsla þessu saman svo viðunandi sé en það er flókið púsl.“

Mynd: Hjúkrunarheimilið Sundabúð á Vopnafirði. Heilmikið púsl að halda lágmarksstarfsemi í gangi. Mynd Vopnafjarðarhreppur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.