Skip to main content

Allt að 30 ný smit á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. jan 2022 16:58Uppfært 05. jan 2022 17:16

Alls greindust 20 til 30 ný Covid-19 smit hjá 240 einstaklingum sem fóru í sýnatöku í gær samkvæmt upplýsingum aðgerðastjórnar almannavarna.

Engin sýnataka fór fram í fjórðungnum á mánudaginn var vegna veðurs en í gær fór fram sýnataka á Egilsstöðum, Vopnafirði og Reyðarfirði. Allt að 30 smit uppgötvuðust hjá 240 sem í sýnatöku fóru. Alls eru nú 71 einstaklingur í einangrun vegna faraldursins auk 77 annarra í sóttkví.

Aðgerðastjórn segir orðið flókið að halda utan um fjölda nýrra smita á Austurlandi og tiltekur þar sérstaklega að lögheimilisskráning smitaðra ræður skráningu þótt dvalarstaður sé mögulega allt annar. Þörf sé nú á að forgangsraða verkefnum og áherslan framundan fyrst og fremst að bregðast við nýjum smitum en rýna síður í fjölda smita eða staðsetningu.

Aðgerðastjórn segir jákvætt að nú styttist í að bólusetning barna fari að hefjast og ítrekar tilmæli um persónulegar sóttvarnir, handþvott og sprittun.

Mynd: LSH