Allt að 30 þúsund krónur í tómstundaframlag
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. jan 2022 09:14 • Uppfært 04. jan 2022 11:52
Samþykktar hafa verið reglur um tómstundaframlag til barna í Múlaþingi, sem lagðar voru fyrir í fjölskylduráði í desember. Verður tómstundaframlagið 2022 að hámarki 30.000 krónur fyrir hvert barn, 4-18 ára, þ.e. þau sem eru fædd á árunum 2004-2018.
Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til taka þátt í skipulögðu og heilbrigðu íþrótta- og tómstundastarfi við sitt hæfi, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.
Til skipulagðs íþrótta- og tómstundastarfs telst það starf sem nær yfir samtals 10 vikur að lágmarki og er undir leiðsögn hæfra þjálfara/starfsfólks/kennara, á vegum viðurkenndra félaga, fyrirtækja, skóla eða annarra stofnana sem reka slíka starfsemi. Undir það falla t.d. íþróttir, listir, tónlistarnám og námskeið eða starf á vegum annarra tómstundafélaga.
Fyrir 16-18 ára ungmenni getur tómstundaframlagið nýst til kaupa á korti í líkamsræktarstöð og/eða sundlaug. Verða slík kaup að fara í gegnum sama ferli og þegar um er að ræða skráningu í tómstundastarf, í gegnum Sportabler eða Nóra kerfi.
Er tómstundaframlagið eingöngu tekið í gegnum Sportabler og Nóra, skráningar- og greiðslukerfi, en þar er skráning með rafrænum skilríkjum og hakað við hvort nýta á styrkinn eða ekki þegar skráning fer fram. Hafa íþróttafélög og deildir nánari upplýsingar um skráningu í Sportabler og Nóra og nýtingu framlagsins.
Mynd: mulathing.is
Til skipulagðs íþrótta- og tómstundastarfs telst það starf sem nær yfir samtals 10 vikur að lágmarki og er undir leiðsögn hæfra þjálfara/starfsfólks/kennara, á vegum viðurkenndra félaga, fyrirtækja, skóla eða annarra stofnana sem reka slíka starfsemi. Undir það falla t.d. íþróttir, listir, tónlistarnám og námskeið eða starf á vegum annarra tómstundafélaga.
Fyrir 16-18 ára ungmenni getur tómstundaframlagið nýst til kaupa á korti í líkamsræktarstöð og/eða sundlaug. Verða slík kaup að fara í gegnum sama ferli og þegar um er að ræða skráningu í tómstundastarf, í gegnum Sportabler eða Nóra kerfi.
Er tómstundaframlagið eingöngu tekið í gegnum Sportabler og Nóra, skráningar- og greiðslukerfi, en þar er skráning með rafrænum skilríkjum og hakað við hvort nýta á styrkinn eða ekki þegar skráning fer fram. Hafa íþróttafélög og deildir nánari upplýsingar um skráningu í Sportabler og Nóra og nýtingu framlagsins.
Mynd: mulathing.is