Aprílmánuður í hlýrra lagi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. maí 2023 10:10 • Uppfært 10. maí 2023 10:32
Nýafstaðinn aprílmánuður var með þeim hlýrri sem mælst hafa á Austurlandi. Hæsta hitastig mánaðarins mældist á Hallormsstað.
Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Veðurstofunnar.
Meðalhitinn á Egilsstöðum var 3,4 gráður, 0,8 gráðum meira en að meðaltali síðustu 10 ár og var mánuðurinn þar sá 14. hlýjasti þau 69 ár sem mælingar hafa staðið yfir.
Á einni elstu veðurstöð landsins, að Teigarhorni í Berufirði, var meðalhitinn 3,3 gráður eða 0,1 gráðu yfir meðaltali áratugarins og mánuðurinn sá 36. hlýjasti í 151 árs sögu stöðvarinnra.
Á Dalaganga var meðalhitinn 2,8 gráður sem þó er 19-21 hlýjasti aprílmánuðurinn af 85. Það er 0,3 gráðum yfir meðaltali síðustu tíu ára.
Heilt yfir var mánuðurinn hlýr á landinu öllu þótt síðasta vikan væri köld. Hæsti hiti mánaðarins mældist 18,4 gráður á Hallormsstað föstudaginn 14. apríl. Hitinn fór einnig í 18,1 gráðu á Egilsstöðum og 18 gráður á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði.