Árekstur við Eyvindarárbrú en engin slys á fólki
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. des 2021 12:25 • Uppfært 15. des 2021 12:28
Loka þurfti einni akrein um stund snemma í morgun þegar tveir bílar lentu saman nokkur hundruð metrum frá brúnni yfir Eyvindará á Egilsstöðum. Engin slys urðu á fólki.
Tildrög árekstursins liggja ekki ljós fyrir en hálka var á veginum þegar atvikið átti sér stað snemma morguns. Lokaðist önnur akreinin um stund og tafði umferð lítillega og þar á meðal skólabifreið.
Enginn slasaðist að sögn lögreglu.