Orkumálinn 2024

Atvinnuleysi jókst aðeins á Austurlandi

Atvinnuleysi á Austurlandi jókst um 0.4% á milli nóvember og desember á síðasta ári. Sömu sögu er að segja frá Vesturlandi þar sem aukningin var sú sama. Er þetta mesta aukingin á landsvísu.


Fjallað er um atvinnuleysi í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar segir að í desember var skráð atvinnuleysi á landinu 4.9%. Skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6%. Atvinnuleysið hefur því minnkað um 6,7 prósentustig frá því sem mest var.

„Almennt atvinnuleysi jókst alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vestfjörðum milli nóvember og desember,“ segir í Hagsjánni.

„Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum minnkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða og um 0,2 prósentustig á Suðurnesjum. Atvinnuleysi jókst mest um 0,4 prósentustig á Vesturlandi og Austurlandi. Atvinnuleysi er eftir sem áður langmest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Á Austurlandi og Norðurlandi vestra var langminnsta atvinnuleysi á landinu eða um 2% í þeim landshlutum. Almennt atvinnuleysi var að meðaltali 7,7% á árinu 2021, 0,2 prósentustigum lægra en árið 2020.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.