Aukið öryggi á Eskifirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. nóv 2021 11:31 • Uppfært 29. nóv 2021 11:33
Settir hafa verið upp tveir nýir mælar í borholum í hlíðum Eskifjarðar og þannig enn betur tryggt öryggi íbúa bæjarins.
Veðurstofa Íslands með fulltingi verkfræðistofunnar Vista hefur bætt tveimur nýjum mælitækjum við þau sem fyrir voru fyrir ofan Eskifjörð að því er fram kemur á vef Fjarðabyggðar.
Um er að ræða sams konar mæla og settir voru upp í Seyðisfirði fyrr á árinu en mælarnir, svokallaðir aflögunarmælar, geta mælt bæði dýpt og stefnu hreyfinga í jarðvegi í rauntíma og allar mælingar eru virkar þó ekkert sé GPS-samband. Sömuleiðis hefur veður- eða skýjafar engin áhrif á mælingar eins og raunin getur verið við gervitunglamælingar.
* Mynd Fjarðabyggð