Skip to main content

Aukinn fjöldi í einangrun og sóttkví á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. jan 2022 12:51Uppfært 12. jan 2022 12:51

Nokkur aukning hefur orðið í fjölda einstaklinga sem eru í einangrun eða sóttkví á Austurlandi vegna COVID. Á vefsíðunni covid.is má sjá að nú eru 131 einstaklingur í einangrun og 175 í sóttkví.

Miðað við tölur sem birtust í gærdag fjölgar um tæplega 30 einstaklinga í einangrun og 15 í sóttkví.

Ekkert lát er á COVID smitum á landinu. Alls greindust rétt tæplega 1.200 smit í gær og þar af voru 60 á landamærunum.

Fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í dag að Þórólfur Guðnason sóttvaralæknir hefur í hyggju að senda nýtt minnisblað til ríkisstjórnarinnar fyrir helgina. Hann sagði m.a. að allt stefndi í að herða þurfi sóttvarnareglur til að draga úr daglegum fjölda smita.