Austurland fær 779 tonn í byggðakvóta
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. jan 2022 12:01 • Uppfært 05. jan 2022 12:01
Austurland fær samtals 779 tonn af byggðakvóta úthlutað á yfirstandi fiskveiðaári. Það er aukning um 30 tonn frá fyrra ári. Eins og á síðustu árum kemur mest í hlut Djúpavogs eða 300 tonn sem er hámarksúthlutun.
Í frétt á vefsíðu Stjórnarráðsins segir að þrjú byggðarlög fá 300 þorskígildistonna hámarksúthlutun á fiskveiðiárinu 2021/2022 og sextán byggðarlög fá 15 þorskígildistonna lágmarksúthlutun.
„Á heildina litið verða óverulegar breytingar á því magni í þorskígildistonnum sem einstök byggðarlög fá úthlutað. Þó eru það alls 8 byggðarlög þar sem úthlutun dregst saman milli ára sem skýrist einkum af samdrætti í heildarúthlutun milli ára. Samdráttur í heildarúthlutun frá fiskveiðiárinu 2020/2021 nemur 179 þorskígildistonnum,“ segir á vefsíðunni.
Af öðrum stöðum sem fá byggðakvóta á Austurlandi má nefna að Stöðvarfjörður fær 94 tonn, Breiðdalsvík 90 tonn og Vopnafjörður 38 tonn. Um er að ræða aukningu um 15 tonn hjá Stöðvarfirði og Breiðdalsvík miðað við fyrra fiskveiðiár.
Lágmarkskvóta eða 15 tonn fá Borgarfjörður eystri, Seyðisfjörður og Mjófjörður.
„Á heildina litið verða óverulegar breytingar á því magni í þorskígildistonnum sem einstök byggðarlög fá úthlutað. Þó eru það alls 8 byggðarlög þar sem úthlutun dregst saman milli ára sem skýrist einkum af samdrætti í heildarúthlutun milli ára. Samdráttur í heildarúthlutun frá fiskveiðiárinu 2020/2021 nemur 179 þorskígildistonnum,“ segir á vefsíðunni.
Af öðrum stöðum sem fá byggðakvóta á Austurlandi má nefna að Stöðvarfjörður fær 94 tonn, Breiðdalsvík 90 tonn og Vopnafjörður 38 tonn. Um er að ræða aukningu um 15 tonn hjá Stöðvarfirði og Breiðdalsvík miðað við fyrra fiskveiðiár.
Lágmarkskvóta eða 15 tonn fá Borgarfjörður eystri, Seyðisfjörður og Mjófjörður.