Skip to main content

Bætt vetrarþjónusta til skoðunar hjá Múlaþingi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. des 2021 09:23Uppfært 16. des 2021 09:24

Múlaþing hyggst funda með Vegagerðinni um bætt fyrirkomulag vetrarþjónustu en nokkuð hefur verið um kvartanir þar að lútandi í vetur.

Þetta var samþykkt á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs sveitarfélagsins en tilefnið er óánægja ýmissa með takmarkaða vegaþjónustu það sem af er vetri. Kostnaður slíkrar þjónustu getur fallið bæði á sveitarfélagið sjálft ellegar Vegagerðina eftir atvikum.

Austurfrétt fjallaði nýlega um kvartanir frá íbúum á Borgarfirði eystra njóta engrar vetrarþjónustu á laugardögum. Aðrir aðilar sem kallað hafa eftir betrumbótum er til dæmis foreldraráð Brúarásskóla en fyrr í vikunni féll skólahald þar alfarið niður vegna þess að margir foreldrar vildu ekki senda börnin í skólann við þær aðstæður sem þá voru úti á vegum.