Skip to main content

Opna loks austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar að fullu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. mar 2025 15:28Uppfært 27. mar 2025 15:33

Samgöngustofa hefur formlega gefið leyfi til opnunar austur-vestur flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli eftir að henni var alfarið lokað snemma í febrúarmánuði.

Ákvörðun þessi var gerð opinber fyrir stundu en í gær var formlega lokið við að fella þau rúmlega 1600 tré í Öskjuhlíð Reykjavíkurborgar sem Samgöngustofa krafðist þess að felld yrði til að flug til og frá umræddri braut yrði öruggt.

Alls voru felld um 1600 tré sem töldust of há til að hægt væri að tryggja öruggt brott- eða aðflug að austur-vestur brautinni en upphaflega takmarkaði Samgöngustofa flugumferð á þeirri braut strax í byrjun janúar. Þá var bann var sett við brottförum eða lendingum á þeirri braut nema við full dagsbirtuskilyrði en fljótlega í febrúar var þeirri brautinni svo alfarið lokað fyrirvaralítið fyrir allri umferð. Létt var á því banni í byrjun mars en þó aðeins fyrir sjúkraflug enda þá þegar í ljós komið að lending við þær aðstæður gat verið æði varasamt eins og meðal annars lesa má um hér.

Vindáttir í Reykjavík mismunandi eins og annars staðar en almennt er reglan í flugi að reynt skuli að taka á loft og lenda í mótvindi svo flugmenn hafi fleiri sekúndur til viðbragða ef eitthvað kemur upp á við þær aðstæður. Mynd Isavia