Beitir með mesta loðnuaflann á vertíðinni
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. jan 2022 10:16 • Uppfært 21. jan 2022 10:16
Það sem af er loðnuvertíðinni er Beitir NK aflamesta skipið með tæp 12.000 tonn upp úr sjó í sex löndunum.
Þetta kemur fram í fréttabréfi frá lodnufrettir.is sem er nýr vefur þar sem upplýsingum um loðnuvertíðina er sagnað saman. Þar segir að í dag hafa veiðst 170,512 tonn af 626,975 tonnum eða um 25,75% af heildarkvótanum.
Þá kemur fram að áætluð aflaverðmæti fyrir loðnuvertíðina hingað til eru tæplega 9 milljarðar kr.
Einnig kemur fram að í vikunni sem leið byrjuðu nokkrar útgerðir að frysta afla með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið. Þó bárust þær fréttir að afköst í landi hafi ekki undan og því væru skip farin að sigla til Noregs til að landa afla
Þá kemur fram að áætluð aflaverðmæti fyrir loðnuvertíðina hingað til eru tæplega 9 milljarðar kr.
Einnig kemur fram að í vikunni sem leið byrjuðu nokkrar útgerðir að frysta afla með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið. Þó bárust þær fréttir að afköst í landi hafi ekki undan og því væru skip farin að sigla til Noregs til að landa afla