Skip to main content

Biðjast afsökunar á sorphirðuvandamálum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. apr 2022 09:42Uppfært 29. apr 2022 09:44

Óljóst er hvers vegna sorphirða í dreifbýli Múlaþings fór ekki fram samkvæmt sorphirðudagatali í dymbilvikunni að sögn Freys Ævarssonar, verkefnisstjóra umhverfismála hjá Múlaþingi.

Austurfrétt greindi frá mikilli óánægju margra aðila fyrr í vikunni sökum þess að sorphirða riðlaðist af einhverjum ástæðum og margir sátu uppi með yfirfullar tunnur mun lengur en venjulega eins og lesa má um hér.

Verkefnisstjórinn segir að búið sé að fara yfir vandræðin með verktakanum, Íslenska gámafélaginu, en þær sveitir sem um ræðir voru Jökuldalur, Jökulsárhlíð, Tunga og Eiða og Hjaltastaðaþinghá. Hafist var handa strax í gær að tæma almennar tunnur íbúa á þessum svæðum og stendur til að ljúka þeirri yfirferð á morgun laugardag.

Biðst Múlaþing viðkomandi íbúa afsökunar á þeim vandræðum sem þetta hefur valdið.