Blak: Tvö frá Þrótti í A-landsliðunum

Tveir leikmenn Þróttar hafa verið valdir í æfingahópa A-landsliðanna í blaki fyrir Novotel-bikarinn á milli jóla og nýárs í Lúxemborg.

Fjórtán leikmenn eru í hvorum hópi og verður æft í vikunni fyrir jól.

Andri Snær Sigurjónsson er fulltrúi Þróttar í karlaliðinu. Þar má þó finna fleiri leikmenn sem alist hafa upp hjá félaginu svo sem Rangar Inga Axelsson hjá Hamri, Atla Fannar Pétursson hjá Fylki, Þórarinn Örn Jónsson hjá Aftureldingu og Galdur Mána Davíðsson hjá Marienlyst-Fortuna í Danmörku.

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir fer utan með kvennalandsliðinu. Aðrir fyrrum leikmenn Þróttar í hópnum eru Gíga Guðnadóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, sem í dag spila með KA, María Rún Karlsdóttir og Tinna Rut Þórarinsdóttir, hjá Aftureldingu og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir hjá Hylte/Halmstad í Svíþjóð.

Þá hafa einnig verið valin U-17 ára landslið kvenna og U-18 ára landslið drengja sem í vikunni fyrir jól spila í forkeppni Evrópukeppninnar í Danmörku. Jakob Kristjánsson er einn frá Þrótti í drengjaliðinu en þær Hrefna Ágústa Marinósdóttir, Amalía Pálsdóttir Zoega og Erla Marín Guðmundsdóttir í stúlknaliðinu.

Stelpurnar koma saman til æfinga um næstu helgi en strákarnir ekki fyrr en aðra helgina í desember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.