Skip to main content

Boða möguleg inngrip í skólastarf á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. jan 2022 12:34Uppfært 13. jan 2022 12:34

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hefur boðað að mögulega verði gripið inn í skólastarf í fjórðungnum vegna COVID smita að undanförnu.

 

Í tilkynningu frá aðgerðastjórninni segir að enn sé mikill fjöldi smita að greinast á Austurlandi. Smit sem greinst hafa síðustu tvo sólarhringa eru ekki síst í Fjarðabyggð og teygja sig víða inn í skólastarf þar. Smit eru bæði meðal nemenda og kennara.

"Aðgerðastjórn fundaði í morgun og á eftir er fyrirhugaður fundur með skólastjórnendum á Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað til að leggja mat á stöðuna. Mögulegt er að grípa þurfi til aðgerða innan skólanna til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita.

Aðgerðastjórn mun senda út aðra tilkynningu í dag þegar frekari ákvarðanir hafa verið teknar."