Boða möguleg inngrip í skólastarf á Austurlandi

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hefur boðað að mögulega verði gripið inn í skólastarf í fjórðungnum vegna COVID smita að undanförnu.

 

Í tilkynningu frá aðgerðastjórninni segir að enn sé mikill fjöldi smita að greinast á Austurlandi. Smit sem greinst hafa síðustu tvo sólarhringa eru ekki síst í Fjarðabyggð og teygja sig víða inn í skólastarf þar. Smit eru bæði meðal nemenda og kennara.

"Aðgerðastjórn fundaði í morgun og á eftir er fyrirhugaður fundur með skólastjórnendum á Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað til að leggja mat á stöðuna. Mögulegt er að grípa þurfi til aðgerða innan skólanna til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita.

Aðgerðastjórn mun senda út aðra tilkynningu í dag þegar frekari ákvarðanir hafa verið teknar."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.