Bólusetningar barna verða á heilsugæslustöðvum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. jan 2022 07:03 • Uppfært 10. jan 2022 08:06
Bólusetningar barna, 5 til 11 ára verða á heilsugæslustöðvum á Austurlandi, utan Neskaupstaðar þar sem þær fara fram í Egilsbúð.
Bólusetningarnar hefjast á morgun þriðjudag, á heilsugæsustöðvunum á Egilsstöðum og Breiðdalsvík en á öðrum stöðum hefjast þær síðar í vikunni. Hægt er að sjá nánar um tímasetningu á bólusetningunum á vefsíðu HSA. Einnig er hægt að fá upplýsingar á vefsíðunni covid.is
Bólusetningarnar munu standa út vikuna.Þær verða á flestum stöðvum á miðvikudaginn 12. janúar það er á Vopnafirði, Seyðisfirði, Djúpavogi og Reyðarfirði.
Síðar í vikunni eða fimmtudag, verður bólusett á Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað. Og á Eskifirði á föstudag.
„Bólusetningin er alltaf val forsjáraðila fyrir hönd barna sinna og í samráði við þau að því marki sem þroski gefur tilefni til. Barn þarf að vera orðið 5 ára og ekki orðið 12 ára til að fá bólusetningu,“ segir á vefsíðu HSA.
Bólusetningarnar munu standa út vikuna.Þær verða á flestum stöðvum á miðvikudaginn 12. janúar það er á Vopnafirði, Seyðisfirði, Djúpavogi og Reyðarfirði.
Síðar í vikunni eða fimmtudag, verður bólusett á Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað. Og á Eskifirði á föstudag.
„Bólusetningin er alltaf val forsjáraðila fyrir hönd barna sinna og í samráði við þau að því marki sem þroski gefur tilefni til. Barn þarf að vera orðið 5 ára og ekki orðið 12 ára til að fá bólusetningu,“ segir á vefsíðu HSA.