Bólusetningar barna verða á heilsugæslustöðvum

Bólusetningar barna, 5 til 11 ára verða á heilsugæslustöðvum á Austurlandi, utan Neskaupstaðar þar sem þær fara fram í Egilsbúð.

Bólusetningarnar hefjast á morgun þriðjudag, á heilsugæsustöðvunum á Egilsstöðum og Breiðdalsvík en á öðrum stöðum hefjast þær síðar í vikunni. Hægt er að sjá nánar um tímasetningu á bólusetningunum á vefsíðu HSA. Einnig er hægt að fá upplýsingar á vefsíðunni covid.is

Bólusetningarnar munu standa út vikuna.Þær verða  á flestum stöðvum á miðvikudaginn 12. janúar það er á Vopnafirði, Seyðisfirði, Djúpavogi og Reyðarfirði.

Síðar í vikunni eða fimmtudag, verður bólusett á Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað. Og á Eskifirði á föstudag.

„Bólusetningin er alltaf val forsjáraðila fyrir hönd barna sinna og í samráði við þau að því marki sem þroski gefur tilefni til. Barn þarf að vera orðið 5 ára og ekki orðið 12 ára til að fá bólusetningu,“ segir á vefsíðu HSA.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.