Skip to main content

Búið að opna alla helstu vegi austanlands

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. jan 2022 08:42Uppfært 04. jan 2022 08:42

Búið er að opna flesta helstu vegi austanlands eftir veðurofsann síðasta sólarhringinn.

Fjarðarheiðin er nú opin sem og Vatnsskarð og stundarkorn er síðan lokið var við að opna bæði veginn um Möðrudalsöræfi og eins leiðina til Vopnafjarðar. Vegfarendur þó beðnir um að hafa varann á sér því enn er verið að ryðja á þessum slóðum og sömuleiðis er snjóþekja, þæfingur eða töluverð hálka á flestum vegum. Áfram er ófært um Öxi og Breiðdalsheiðina.

Veður á að vera þokkalegt næsta sólarhringinn samkvæmt Veðurstofu Íslands en líkur eru á að það breytist annað kvöld þegar vind tekur aftur að blása og töluverð úrkoma með.