Skip to main content

Búið að opna alla helstu vegi austanlands

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. des 2021 12:45Uppfært 29. des 2021 14:38

Búið er að opna alla þá vegi sem lokuðust í gærkvöldi og nótt vegna úrkomu.

Eins og Austurfrétt greindi frá í morgun var ófært yfir Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra auk vega í Hróarstungu. Vegagerðin lauk við að opna Fjarðarheiðina laust fyrir klukkan 10 í morgun og laust eftir hádegið var lokið við að ryðja bæði Vatnsskarð og í Hróarstungu.

Allir helstu vegir í fjórðungnum því opnir ef frá er taldir fjallvegirnir um Öxi og Breiðdalsheiðina.