Búið að opna alla helstu vegi austanlands
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. des 2021 12:45 • Uppfært 29. des 2021 14:38
Búið er að opna alla þá vegi sem lokuðust í gærkvöldi og nótt vegna úrkomu.
Eins og Austurfrétt greindi frá í morgun var ófært yfir Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra auk vega í Hróarstungu. Vegagerðin lauk við að opna Fjarðarheiðina laust fyrir klukkan 10 í morgun og laust eftir hádegið var lokið við að ryðja bæði Vatnsskarð og í Hróarstungu.
Allir helstu vegir í fjórðungnum því opnir ef frá er taldir fjallvegirnir um Öxi og Breiðdalsheiðina.