Búið að opna þjóðveginn við Stöðvarfjörð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. jan 2022 19:44 • Uppfært 03. jan 2022 19:47
Búið er að opna þjóðveginn við Stöðvarfjörð en hann lokaðist fyrr í dag þegar tengivagn flutningabifreiðar lenti þar útaf og dró bílinn þvert yfir veginn.
Adolf Ingi Erlendsson, leiðsögumaður, var einn þeirra sem varð stopp af þessum sökum en hann er á ferðinni með ferðafólk um svæðið.
„Vegurinn var bara að opna á ný fyrir stundarkorni síðan. Tengivagninn var töluvert útaf veginum og ég taldi víst að það yrði mikið vesen að koma honum upp á veg en svo kom ein grafa hingað og reddaði þessu á tiltölulega skömmum tíma. Ansi vel gert finnst mér því það er hífandi rok hérna og flughált í þokkabót.“
Mynd Adolf Ingi Erlendsson