Efna til prófkjörs í Fjarðabyggð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. des 2021 07:25 • Uppfært 24. des 2021 07:45
Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð hefur ákveðið að efna til prófkjörs til að velja frambjóðendur á lista flokksins í sveitastjórnarkosningunum í vor.
Í prófkjörinu verður kosið um fjögur efstu sætin. Prófkjörið verður haldið 26. febrúar. Framboðsfrestur er til og með 22. janúar.
Þetta var ákveðið á fundi hjá flokknum nýverið. Kjörnefnd hefur þegar tekið til starfa.
Flokkurinn á tvo fulltrúa sem stendur í bæjarstjórninni. Engin framboð hafa borist enn né núverandi fulltrúar gefið upp hvort þeir hyggist sitja áfram.