Skip to main content

Eiga enn eftir að meta tjónið á sjóvarnargörðum á Vopnafirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. feb 2022 14:10Uppfært 16. feb 2022 14:38

Starfsmenn hafnadeildar Vegagerðarinnar eiga enn eftir að fara yfir og fullmeta tjónið sem varð á sjóvarnargörðum við Vopnafjörð í byrjun janúar.

Eins og Austurfrétt greindi frá á þeim tíma varð umtalsvert tjón á bæði ytri og innri varnargörðum við aðalhöfn bæjarins í ofsaveðrinu sem geysaði á Austurlandi í byrjun nýs árs og mönnum strax ljóst að viðgerðir yrðu kostnaðarsamar.

Aðspurður út í málið segir Baldur Kjartansson, fjármálastjóri Vopnafjarðarhrepps, að málið sé á könnu hafnardeildar Vegagerðarinnar sem hefur umsjón með sjóvarnargörðum landsins.

Þau viðbrögð sem við höfum fengið þaðan eru að málið sé komið í ferli og reynt verði að bregðast strax eða sem fyrst við. Að þeirra áliti gæti verið að fyrst kæmi til greina bráðabirgðaviðgerð og síðan lokaviðgerð ef að hægt væri að haga viðgerðum þannig. Aðstæður gætu verið á þann hátt að ekki sé hægt að fara í bráðabirgðaframkvæmdir, það verður skoðað og metið.