Skip to main content

Eimskip hafnar því að vera að skerða þjónustu á Djúpavogi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. apr 2022 11:12Uppfært 08. apr 2022 11:37

Talsmaður Eimskipa hafnar því að fyrirtækið sé að draga úr starfsemi og þar með þjónustu á Djúpavogi eins og heimastjórnin í bænum gagnrýndi fyrr í vikunni.

Austurfrétt greindi frá því fyrr í vikunni að samkvæmt heimildum heimastjórnar Djúpavogs hyggðist Eimskip takmarka flutningaþjónustu sína til og frá bænum verulega frá því sem verið hefur. Lét heimastjórnin bóka sérstaklega óánægju sína með þann gjörning á sama tíma og nokkur uppgangur væri á svæðinu eins og lesa má um hér.

Í skriflegu svari segir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs, rangt að fyrirtækið sé að minnka þjónustu sína og það standi ekki til. Hins vegar hafi stjórnendur fyrirtækisins á Austurlandi verið að skoða möguleika á frekari samnýtingu í rekstrinum með aðilum í óskyldum atvinnugreinum til að styrkja reksturinn á Djúpavogi. Áfram verði áhersla lögð á góða og áreiðanlega þjónustu til íbúa og fyrirtækja á svæðinu.

Mynd: Ekki þjónustuskerðing heldur betri samnýting í rekstrinum. Mynd Eimskip