Skip to main content

Eitt smit á Egilsstöðum en viðkomandi í sóttkví

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. nóv 2021 15:24Uppfært 29. nóv 2021 15:25

Aðeins eitt smit greindist í sýnatöku hjá 60 manns á Egilsstöðum á sunnudag samkvæmt upplýsingum lögreglu. Sá smitaði var í sóttkví við greiningu.

Fyrr um helgina greindust fjögur smit og þar af tveir í sóttkví en lögregla segir engu að síður að miðað við niðurstöðuna standi vonir til þess að smit hafi ekki náð að dreifa sér á svæðinu. Áfram er þó hvatt til að fólk hafi varann á sér og fari í sýnatöku um leið og minnstu einkenna verður vart.

Samkvæmt tölum á Covid.is eru alls fimmtán smitaðir á Austurlandi og 53 í sóttkví þegar þetta er skrifað.