Skip to main content

Engar áramótabrennur á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. des 2021 10:31Uppfært 20. des 2021 12:05

Öllum áramótabrennum í Múlaþingi og Fjarðabyggð hefur verið aflýst þessa hátíðina í takt við tilmæli þess efnis frá aðgerðarstjórn almannavarna á Austurlandi. Flugeldasýningar munu þó fara fram þann 31. desember.

Brennum er aflýst af sömu ástæðu og slíkt hefur verið blásið af annars staðar á landinu. Mikil óvissa varðandi þróun Covid-smita í samfélaginu og með tilliti til sóttvarnartakmarkana sem í gildi eru þykir óráð að hvetja til hópamyndanna við þær aðstæður. Brennur draga eðli máls samkvæmt að sér fjölda fólks.

Björgunarsveitir á hverjum stað í Múlaþingi munu hins vegar áfram bjóða upp á sérstakar flugeldasýningar þann 31. desember. Fólk þó hvatt til þess að fylgjast með þeim heimavið og safnast ekki saman. Þær fara fram sem hér segir:

Borgarfjörður
Flugeldasýning verður gerð frá norðurenda flugvallarins og hefst kl. 21:00

Djúpivogur
Flugeldasýning verður gerð frá Rakkabergi og hefst kl. 17:15

Egilsstaðir
Flugeldasýning verður gerð frá Þverklettum og hefst kl 17:00

Seyðisfjörður
Flugeldasýning verður gerð frá Strandabakka og hefst kl. 17:00

Ákvörðunin veldur eflaust vonbrigðum margra, en það er mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að vinna áfram saman að því að fækka smit­um, m.a. með því að forðast mann­mergð. Í þessu ljósi eru íbúar hvattir til þess að njóta flugeldasýninga að heiman eða úr bílum sínum, safnast ekki saman í stórum hópum og virða fjarlægðartakmörk.