Skip to main content

Engar breytingar hjá Olís á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. jan 2022 14:20Uppfært 27. jan 2022 14:23

„Þetta var meira og minna slitið mjög illa úr samhengi hjá þeim en raunin er það eru engar áætlanir um að breyta neinu á Austurlandi frá því sem verið hefur,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís.

Vefmiðillinn Vísir greindi frá því í dag að öllum verslunum Olís á landsbyggðinni yrði á næstu mánuðum breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur eins og lesa má um hér.

Þetta á sér litla stoð í raunveruleikanum segir framkvæmdastjórinn í samtali við Austurgluggann. Engar breytingar verða á rekstri þeirra þriggja stöðva Olís í fjórðungnum frá því sem verið hefur.

„Í þessari ákveðnu grein er ýmislegt slitið úr samhengi og þeir ekki sýnt áhuga að leiðrétta það þrátt fyrir ábendingar þess efnis. Við erum jú að breyta hjá okkur en það fyrst og fremst skipulagsbreytingar á vörusölu til stórnotenda en ekki í smásölunni eins og lesa má út úr þessari grein Vísis. Stöðin okkar á Reyðarfirði er fyrir nokkru orðin afgreiðslu- og sölustöð og verður það áfram en það stendur ekki til að loka einu né neinu í fjórðungnum eins og gefið er í skyn.“

Mynd: Afgreiðslustöð Olís í Fellabænum. Hún verður áfram rekin í óbreyttri mynd þvert á það sem vefmiðillinn Vísir heldur fram.