Skip to main content

Engar vísbendingar um heitt vatn undir Lagarfljótinu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. júl 2025 09:42Uppfært 03. júl 2025 09:49

Hitamælingar sem gerðar voru í Lagarfljóti síðla árs 2023 í tengslum við lagningu hitaveitu til Eiða gáfu engar vísbendingar um að þar væri hitauppstreymi af neinu tagi þvert á það sem vonir stóðu til.

Austurfrétt fjallaði um málið á sínum tíma enda var þá verið að kanna hvort heitt vatn finndist hugsanlega undir fljótinu sem nýst gæti til heitavatnsframleiðslu í kjölfarið.

Það kann að hljóma ívið flóknara verk að bora undir djúpt Lagarfljótið en við hefðbundnari aðstæður en reyndin er önnur. Bortækni nútímans færi létt með slíkt ekkert síður en þegar er gert í Urriðavatni. Munurinn liggur aðeins í dýptinni.

Hitamælingar sem gerðar voru gáfu engar vísbendingar um hitastreymi af neinu tagi að sögn Aðalsteins Þórhallssonar, framkvæmdastjóra HEF-veitna, sem fyrir þessu stóð. Þvert á móti kom í ljós að þær vakir sem myndast reglulega þegar ís leggur á fljótinu, og vöktu þær vonir að þar gæti hitauppstreymi verið ástæðan, reyndust aðeins vera sterkar straumvakir þar sem rennslið er það mikið og sterkt að vatn nær ekki að leggjast.

Eiðavatn í forgrunni og Lagarfljótið þar fyrir ofan. Lauslegar mælingar í fljótinu leiddu ekki í ljós neins konar hitauppstreymi. Mynd AE