Engin ný smit verið staðfest
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. des 2021 12:14 • Uppfært 10. des 2021 12:14
Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi bíður enn eftir lokastaðfestingu á niðurstöðum umfangsmikillar sýnatöku á svæðinu í gær. Engin smit hafa verið staðfest enn.
Samkvæmt tölum frá Covid.is fækkar um einn í einangrun á Austurlandi frá í gær. Þá er ekkert nýtt smit skráð á Covid-korti RÚV. Talsverð fjölgun er hins vegar í sóttkví, 203 sitja í henni.
Ákall var sent út til Austfirðinga í gær, eftir tugi nýrra smita síðustu daga, að mæta í sýnatöku þótt ekki hefði orðið vart við einkenni. Einnig var skimað vegna smitanna sem komu upp. Alls voru ríflega 530 sýni tekin í gær.
Hjá aðgerðastjórn fengust þær upplýsingar í hádeginu að enn væri beðið staðfestingar á niðurstöðunum í gær en síðustu fréttir hefðu verið góðar. Aðgerðastjórnin fundar klukkan 13 og sendir frá sér tilkynningu um stöðuna í kjölfarið.