Engin sorphirða í Fjarðabyggð í dag vegna óveðurs
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. jan 2022 12:26 • Uppfært 03. jan 2022 12:26
Kubbur EHF sem sér um sorphirðu í Fjarðabyggð hefur tilkynnt að sorphirða falli niður í Fjarðabyggð í dag vegna veðurs og ófærðar. Áætlun skv. sorphirðudagatali hliðrast því til um einn og dag.
Þetta kemjur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir einnig að allar móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir sorp í Fjarðabyggð verða lokaðar í dag vegna veðurs og ófærðar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Mynd: fjardabyggd.is
Mynd: fjardabyggd.is