Enginn skóli á Eskifirði á morgun vegna smits

Ákveðið hefur verið að fella niður skólahald í Eskifjarðarskóla á morgun eftir að smit greindist hjá starfsmanni skólans.

Vegna þessa eru nemendur og starfsfólk skólans hvattir til að fara í PCR-sýnatöku á morgun, þriðjudag. Opið er á heilsugæslustöðinni á Reyðarfirði milli 12 og 13.

Þeir eru síðan beðnir um að halda sig til hlé þar til niðurstaða liggur fyrir, sem vonandi verður annað kvöld. Nánari upplýsingar verða sendar út þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.