Eskifjarðarskóla lokað á morgun vegna smita

Á Austurlandi eru nú 103 í einangrun og 160 í sóttkví. Dreifing smita er víðtæk og um allt Austurland. Talsverður fjöldi smita hefur greinst í Eskifjarðarskóla síðustu daga og í mörgum bekkjum skólans. Vegna þessa hefur verið ákveðið að Eskifjarðarskóli verði lokaður á morgun, miðvikudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi. Þar segir að starfsmenn og nemendur í skólanum eru hvattir til að mæta í sýnatöku á Heilsugæsluna á Reyðarfirði á morgun milli kl. 9 – 11.00. Stefnt er að því að kennsla hefjist að nýju í skólanum kl. 10:00 á fimmtudagsmorgun þegar niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Nánari tilkynningar verða sendar fyrir þann tíma.

"Smit hafa einnig greinst í Grunnskólanum á Reyðarfirði. Dreifing innan skólans virðist afmörkuð og því ekki talin þörf á að skerða skólastarf að svo komnu. Aðgerðastjórn hvetur sem fyrr alla sem finna til einkenna eða telja sig hafa verið útsetta fyrir smiti að fara í PCR sýnatöku," segir einnig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.