Skip to main content

Fækka starfsmönnum á skrifstofu Fjarðabyggðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. jan 2022 10:35Uppfært 13. jan 2022 10:35

Vegna sóttvarnaraðgerða verður fjöldi starfsmanna á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar takmarkaður. Fólk er hvatt til að nýta sér rafrænar lausnir.

Fjallað er um málið á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar er farið yfir helstu áhrifin af nýjustu sóttvarnaraðgerðum.

„Afgreiðsla bæjarskrifstofunnar verður áfram opin, en fjöldi starfsmanna á staðnum verður takmarkaður og hluti starfsmanna dreifðir á aðrar starfsstöðvar. Þess vegna er fólk hvatt til að nýta sér rafrænar lausnir til samskipta s.s. með símtölum í síma 470 9000,  í gegnum íbúagátt, með tölvupósti, eða í gegnum ábendingakerfið á vef Fjarðabyggðar,“ segir á vefsíðunni.

„Sundlaugar og íþróttamannvirki: Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram opnar en þeim er heimilt að taka við 50%af leyfðum hámarksfjölda skv. Starfsleyfi.

„Grunnskólar: Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið munu ekki hafa áhrif á starfsemi grunnskóla umfram það sem nú er. Þurfi að grípa til sértækra aðgerða í skólastofnunum er foreldrum tilkynnt það sérstaklega.

Leikskólar: Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið munu ekki hafa áhrif á starfsemi grunnskóla umfram það sem nú er. Þurfi að grípa til sértækra aðgerða í skólastofnunum er foreldrum tilkynnt það sérstaklega.“

Þá segir að þessar ráðstafanir taka gildi í dag og gilda til 3. febrúar. Ef frekari breytingar verða á reglunum eða þjónustu Fjarðabyggðar verður það kynnt sérstaklega.