Skip to main content

Fækkaði um fimm í einangrun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. des 2021 22:21Uppfært 06. des 2021 22:22

Einstaklingum í einangrun á Austurlandi vegna Covid-19 smita fækkaði um fimm yfir helgina.


Þetta kemur fram í tölum sem gefnar voru út í morgun. Þar eru 20 skráðir í einangrun en voru 25 fyrir helgina.

Samkvæmt vef RÚV eru langflestir þeirra, 16, á Egilsstöðum. Tveir eru á Fáskrúðsfirði og einn í Neskaupstað. Ekki er samræmi í heildarfjölda milli talnanna á RÚV og Covid.is.

Í sóttkví eru 47.