Skip to main content

Fagridalur opinn en aðrir fjallvegir lokaðir til morguns

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. jan 2022 18:14Uppfært 03. jan 2022 18:16

Tekist hefur að ryðja veginn um Fagradal en skyggni er afar lítið og ökumenn hvattir til að fara afar varlega. Beðið verður með mokstur á öðrum helstu fjallvegum til morguns.

Hafist verður handa við að moka á stöðum eins og yfir Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfin í fyrramálið en búast má við að eitthvað verði liðið á daginn áður en vegirnir opnast að fullu.

Vindur er aðeins farinn að ganga niður austanlands en þó er áfram gert ráð fyrir töluverðum vindhraða um fjórðunginn allan fram á nótt. Allt að 18 metrum á sekúndu á stöku stöðum. Vindur fer ekki að deyja niður að ráði fyrr en með morgninum.