Skip to main content

Fín loðna á land um allt Austurland

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. des 2021 15:47Uppfært 09. des 2021 15:52

Loðnuveiðin gengur vel í byrjun þessarar vertíðar og er komin loðna á land á velflestum stöðum Austanlands.

Jón Kjartansson SU var annað skipið sem landar á Eskifirði í vikunni en skipið var með fullfermi, 2100 tonn, af úrvalsloðnu í lestinni þegar komið var á land í morgun. Tveimur dögum áður landaði Aðalsteinn Jónsson SU 1700 tonnum og því alls komin 3800 tonn að landi þar.

Seyðfirðingar fengu líka sína fyrstu loðnu að landi í nokkur ár þennan morguninn þegar Börkur NK landaði þar 2900 tonnum alls. Sömuleiðis skilaði Barði NK af sér 1300 tonnum á Neskaupstað og Beitir NK var komin með góðan afla á miðunum um miðjan dag.

Mynd: Jón Kjartansson SU kemur að landi eftir góða veiði. Mynd frá Eskju