Fínasta fiskerí hjá Gullver
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. jan 2022 10:41 • Uppfært 18. jan 2022 10:41
“Aflinn fékkst á tveimur sólarhringum á Digranesflakinu. Það var bara fínasta fiskirí og það var nánast eingöngu um þorsk að ræða,“ segir Steinþór Hálfdánarson skipstjóri á Gullver.
Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að Gullver kom til löndunar á Seyðisfirði í gærmorgun með 83 tonn
„Þetta er fyrsti túrinn okkar á nýju ári en skipið hefur verið frá um tíma vegna upptektar á gír. Það eina sem skapraunaði okkur í túrnum var veðurlagið. Það voru umhleypingar og veðrið aldrei eins. Það var logn einn klukkutímann og rok þann næsta, en þrátt fyrir það gekk allt vel,“ segir Steinþór.
Það kemur einnig fram hjá Steinþóri að létt sé yfir mannskapnum um borð. Gullver hélt aftur til veiða í gærkvöldi.
„Þetta er fyrsti túrinn okkar á nýju ári en skipið hefur verið frá um tíma vegna upptektar á gír. Það eina sem skapraunaði okkur í túrnum var veðurlagið. Það voru umhleypingar og veðrið aldrei eins. Það var logn einn klukkutímann og rok þann næsta, en þrátt fyrir það gekk allt vel,“ segir Steinþór.
Það kemur einnig fram hjá Steinþóri að létt sé yfir mannskapnum um borð. Gullver hélt aftur til veiða í gærkvöldi.